Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. desember 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe útilokar ekki að vera áfram - Liverpool vill Fabian Ruiz
Powerade
Fabian Ruiz, miðjumaður Napoli,
Fabian Ruiz, miðjumaður Napoli,
Mynd: Getty Images
Erik Ten Hag er orðaður við Manchester United.
Erik Ten Hag er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Salah, Tagliafico, Ruiz, Ten Hag, Mertens, Caballero og fleiri í slúðrinu á mánudegi. BBC tók saman. Varið ykkur á hálkunni.

Kylian Mbappe (22) útilokar ekki að vera áfram hjá Paris St-Germain en franska félagið hafnaði tilboði frá Real Madrid í hann síðasta sumar. Samningur Mbappe við PSG rennur út í sumar. (Amazon Prime)

Mohamed Salah (29) hefur ítrekað að hann vilji vera áfram hjá Liverpool en að hlutirnir séu í höndum stjórnarinnar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. (MBC Mars TV)

Liverpool vill fá spænska landsliðsmiðjumanninn Fabian Ruiz (25) frá Napoli næsta sumar. (Fichajes)

Erik ten Hag, stjóri Ajax, segist vera tilbúinn í þá áskorun að taka við erlendu félagi. Ten Hag hefur verið orðaður við Manchester United. (De Volkskrant)

Barcelona mun biðja franska vængmanninn Ousmane Dembele (24) um að tilkynna sér fyrir áramót hvort hann muni skrifa undir nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í sumar. (Sport)

Southampton íhugar að reyna að fá argentínska markvörðinn Willy Caballero (40) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefaið Chelsea í lok síðasta tímabils. (TalkSport)

Atletico Madrid íhugar að gera tilboð í argentínska varnarmanninn Nicolas Tagliafico (29) hjá Ajax til að styrkja vinstri bakvarðarstöðuna. (Fichajes)

Belgíski sóknarleikmaðurinn Dries Mertens (34) vonast til að Napoli framlengi samningi sínum um annað tímabil. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. (Sky Sports Italia)

Mehrdad Ghodoussi, einn af eigendum Newcastle United, segir að félagið hafi ekki boðið Michael Emenalo starf yfirmanns fótboltamála. Emenalo segist hafa hafnað Newcastle. (Star)

Norski vængmaðurinn Mohamed Elyounoussi (27), sem hefur verið orðaður við Arsenal og Leicester City, segir að hann og fjölskyldan séu ánægð hjá Southampton. (Hampshire Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner