Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. desember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarmanni
Gerhard Struber.
Gerhard Struber.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick vill fá inn aðstoðarmann til Manchester United og er sagður vera að horfa til New York.

Að sögn The Sun, þá hefur Manchester United sett sig í samband við Gerhard Struber, þjálfara New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

Struber er Austurríkismaður og þekkjast þeir Rangnick vel. Struber starfaði sem þjálfaði Salzburg þegar Rangnick var yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull.

Struber er fyrrum þjálfari Barnsley á Englandi og hann er sagður einn efnilegasti þjálfari í heimi.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum í New York og því þurfti United að greiða fyrir hann ákveðna upphæð.

Rangnick fer vel af stað með United - liðið lagði Crystal Palace í gær, 1-0, undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner