Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. desember 2021 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
VAR búið að taka tvö mörk af Richarlison - Táin fyrir innan
Mynd: EPA
Everton og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni.

Richarlison hélt að hann hafði komið Everton yfir undir lok fyrri hálfleiks en hann var rétt fyrir innan varnarlínu Arsenal og VAR dæmdi rangstöðu.

Aðeins þremur mínútum síðar komst Arsenal yfir með marki frá Martin Ödegaard og staðan 1-0 í hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik kom Richarlison boltanum aftur í netið en aftur dæmdi VAR markið ógilt. Stóra táin á Richarlison var fyrir innan.

Myndir af atvikunum má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner