Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Snær fer frá ÍA
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Snær Pálsson verður ekki áfram hjá ÍA samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Samningur miðjumannsins við félagið rann út þegar tímabilið kláraðist og vill hann prófa eitthvað nýtt.

Brynjar er 21 árs gamall miðjumaður sem uppalinn er hjá Skallagrími en skipti yfir í ÍA árið 2017.

Hann lék á sínum tíma alls átta leiki fyrir U16 - U18 landsliðin. Hann á að baki fimmtíu deildarleiki fyrir ÍA, ellefu fyrir Skallagrím og ellefu fyrir Kára.

Á liðinni leiktíð kom Brynjar við sögu í fimmtán leikjum með ÍA sem féll úr efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner