Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Portúgal kjöldróg Sviss og mætir Marokkó í átta liða úrslitum
Goncalo Ramos stal senunni í kvöld
Goncalo Ramos stal senunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Portugal 6 - 1 Switzerland
1-0 Goncalo Ramos ('17 )
2-0 Pepe ('33 )
3-0 Goncalo Ramos ('51 )
4-0 Raphael Guerreiro ('55 )
4-1 Manuel Akanji ('58 )
5-1 Goncalo Ramos ('67 )
6-1 Rafael Leao ('90 )


Portúgal fór illa með Sviss í síðasta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar í kvöld.

Leiknum lauk með 6-1 sigri en Goncalo Ramos skoraði þrennu. Þessi 21 árs gamli leikmaður hafði spilað níu mínútur á mótinu fyrir þennan leik en hann kom inn í liðið fyrir Cristiano Ronaldo sem var settur í skammarkrókinn.

Hinn 39 ára gamli Pepe og Raphael Guerreiro skoruðu sitt markið hvor.

Manuel Akanji skoraði sárabótarmark Sviss eftir fast leikatriði en svissneska liðið beit lítið sem ekkert frá sér í kvöld.

Ronaldo kom inn á sem varamaður fyrir Ramos undir lok leiksins og náði að setja boltann í netið einu sinni en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Rafael Leao kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og negldi síðasta naglan í kistu Svisslendinga.

Þá er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum en Portúgal mætir Marokkó sem sló Spán úr leik fyrr í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner