Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. desember 2022 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd vill Sommer og Gladbach tilbúið að selja
Sommer varði mark Sviss gegn Kamerún og Brasilíu í riðlakeppninni á HM.
Sommer varði mark Sviss gegn Kamerún og Brasilíu í riðlakeppninni á HM.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt vinna að því að ná samkomulagi við Borussia Mönchengladbach um kaup á svissneska markverðinum Yann Sommer. Gladbach er opið fyrir því að selja hann í janúar.

United fékk Martin Dubravka frá Newcastle á láni í sumar til að veita David de Gea samkeppni. Dubravka hefur spilað einn leik til þessa, í deildabikarnum, og er ekki að setja mikla pressu á De Gea.

Samkvæmt Bild í Þýskalandi er United að vinna að því að fá svissneska landsliðsmarkvörðinn til að auka aðeins samkeppnina við De Gea.

Samningur Sommer við Gladbach rennur út eftir tímabilið og gæti hann farið á frjálsri sölu næsta sumar. Þess vegna er Gladbach sagt opið fyrir því að leyfa honum að fara í janúar svo félagið fái einhverja upphæð fyrir hann.

United reyndi að fá Sommer síðasta sumar en ekkert varð úr því. Gladbach er með Þjóðverjann Jan Olschowsky sem félagið hefur trú á að geti verið arftaki Sommer.
Athugasemdir
banner
banner