Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi aftur orðaður við Viborg
Mynd: Getty Images
Bold.dk greinir frá því í dag að danska félagið Viborg hafi rætt við þjálfarann Frey Alexandersson um möguleikann á því að Freyr tæki við sem þjálfari liðsins.

Freyr er þjálfari Lyngby og hefur hann náð eftirtektarverðum árangri með liðið.

Augsburg keypti þjálfarann Jacob Friis lausan frá Viborg í upphafi síðasta mánaðar og hefur gamli aðstoðarmaður Friis, Jakob Poulsen, stýrt Viborg síðan.

Fótbolti.net greindi frá því í janúar í fyrra að Viborg hefði haft áhuga á því að fá Frey til að taka við. Í kjölfarið réði Viborg svo Jacob Friis til starfa.

Freyr tók við starfinu hjá Lyngby sumarið 2021, kom liðinu upp í Superliga á fyrsta tímabilinu og hélt liðinu uppi í efstu deild síðasta vor eftir dramatískar lokaumferðir. Freysi er samningsbundinn Lyngby fram á sumarið 2025.

Í grein bold er sagt frá því að Jakob Poulsen vilji verða þjálfari Viborg til frambúðar. Lyngby er í 7. sæti með 20 stig eftir sautján umferðir, stigi meira en Viborg sem er í 8. sæti.

Næsti leikur Lyngby er annað kvöld gegn Fredericia í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum bikasins.
Athugasemdir
banner
banner
banner