PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mið 06. desember 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe um De Gea: Höfum ekki heyrt í honum
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
David de Gea, fyrrum markvörður Manchester United, hefur verið orðaður við Newcastle að undanförnu.

Newcastle er að skoða það að fá markvörð til að fylla í skarðið sem Nick Pope skilur eftir sig eftir að hann fór úr axlarlið.

Pope fór í aðgerð og verður fjarri keppni í rúmlega fjóra mánuði. Hinn 34 ára gamli Martin Dubravka er til staðar en Eddie Howe, stjóri Newcastle, er talinn vilja betri kost til að fylla í skarðið.

De Gea er falur á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Manchester United í tólf ár áður en hann yfirgaf félagið í sumar, en Howe var spurður út í De Gea á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum ekki heyrt í honum þrátt fyrir sögur. Við höfum mikla trú á Martin Dubravka. Martin er markvörður með mikil gæði," sagði Howe en óvíst er hvort að Newcastle reyni að fá De Gea.
Athugasemdir
banner
banner
banner