Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mið 06. desember 2023 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Leverkusen áfram en Frankfurt úr leik
Victor Boniface skoraði í sigri Leverkusen
Victor Boniface skoraði í sigri Leverkusen
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen er komið áfram í 8-liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Paderborn í kvöld. Eintracht Frankfurt er úr leik.

Nígeríski framherjinn Victor Boniface héldu góðu gengi sínu áfram og skoraði á 12. mínútu áður en Exequiel Palacios bætti við öðru eftir stoðsendingu Jeremie Frimpong.

Sebastian Klaas minnkaði muninn fyrir Paderborn þegar sjö mínútur voru eftir en tékkneski framherjinn Patrik Schick svaraði með þriðja marki Leverkusen og aftur var það Frimpong með stoðsendinguna.

Leverkusen er því komið áfram í 8-liða úrslit, en Eintracht Frankfurt er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Saarbrucken, 2-0.

Saarbrucken er á góðu róli í bikarnum en þetta er annað úrvalsdeildarliðið sem það kastar út úr bikarnum. Í síðustu umferð vann liðið Bayern München óvænt, 2-1.

Bayer 3 - 1 Paderborn
1-0 Victor Boniface ('12 )
2-0 Exequiel Palacios ('28 )
2-1 Sebastian Klaas ('83 )
3-1 Patrik Schick ('87 )

Saarbrucken 2 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Kai Brunker ('64 )
2-0 Luca Kerber ('78 )
Rautt spjald: Noel Futkeu, Eintracht Frankfurt ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner