Manchester United er að vinna Chelsea, 1-0, á Old Trafford þökk sé marki Scott McTominay. Robert Sanchez varði þá arfaslakt víti Bruno Fernandes skömmu áður í leiknum.
United fékk vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins er Enzo Fernandez traðkaði á Antony í teignum. Chris Kavanagh, dómari leiksins, fór að VAR-skjánum og dæmdi vítið.
Bruno Fernandes tók sitt fræga hopp áður en hann tók vítið, sem var arfaslakt og átti Robert Sanchez í engum vandræðum með að verja það.
Sjáðu vítaspyrnuna hér
Heimamenn komust í forystu tíu mínútum síðar. Alejandro Garnacho fékk boltann vinstra megin í teignum, lagði hann út á Harry Maguire en Marc Cucurella komst fyrir skot hans. Boltinn fór þaðan til Scott McTominay sem setti boltann örugglega í hægra hornið.
Sjáðu markið hjá McTominay hér
Athugasemdir