Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   fim 07. janúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti segir að Abramovich verði að gefa Lampard tíma
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, þekkir vel þá pressu sem fylgir því að stýra Chelsea. Chelsea hefur tapað fjórum af síðustu sex leikjum og talað um að Frank Lampard gæti misst starfið.

Lampard fékk háar fjárhæðir til leikmannakaupa og styrkti lið sitt með Kai Havertz, Timo Werner, Ben Chilwell, Thiago Silva og Edouard Mendy.

Ancelotti var rekinn frá Chelsea eftir titlalaust tímabil 2010-11, liðið hafnaði þá í öðru sæti en hafði unnið deildina og bikarinn undir hans stjórn á tímabilinu á undan.

Ancelotti segir að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, þurfi að gefa Lampard tíma til að koma liðinu aftur á beinu brautina.

„Þeir hafa fengið marga nýja menn og það þarf að vera þolinmæði, eitthvað sem er lítið af í fótboltanum í dag," segir Ancelotti.

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður Chelsea, tekur undir þessi orð Ancelotti.

„Hann verður að fá tíma. Þetta er verk í vinnslu hjá Chelsea. Liðinu vegnar illa gegn toppliðunum og þarf að finna lausn á því. Sem stendur virðast þeir ekki tilbúnir að vinna deildina," segir Hoddle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir