Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: VAR komst ekki að niðurstöðu á Anfield
Mynd: Getty Images

Það var ansi furðulegt atvik sem átti sér stað í jafnteflisleik Liverpool og Wolves í enska bikarnum í kvöld.


Staðan var 2-2 þegar gestunum frá Wolverhampton tókst að setja boltann í netið eftir hornspyrnu á lokakafla leiksins. 

Leikmenn Wolves fögnuðu innilega því sem þeir héldu að yrði sigurmark en tóku ekki eftir flaggi aðstoðardómarans sem hafði farið á loft tæpri mínútu fyrr.

Atvikið var skoðað aftur af VAR teyminu en það gat ekki komist að neinni niðurstöðu vegna tæknilegra örðugleika. Þess vegna var ákveðið að leyfa upprunalegri ákvörðun dómarateymisins að standa og rangstaða dæmd.

En hverjir voru tæknilegu örðugleikarnir? Rangstæði leikmaður Wolves var ekki í mynd þegar sendingin fór af stað. Því var ekki hægt að skera úr um hvort hann hafi verið rangstæður eða ekki.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner