þri 07. febrúar 2023 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany um ásakanirnar í garð Man City: Ég ranghvolfi augunum stundum
Vincent Kompany
Vincent Kompany
Mynd: Getty Images

Vincent Kompany er að gera frábæra hluti sem stjóri Burnley í dag en liðið er á toppi Championship deildarinnar og er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Ipswich í kvöld.


Kompany lék með Manchester City í 11 ár frá 2008-2019 og var einnig fyrirliði liðsins. Hann var spurður út í stöðu City í dag en liðið hefur verið sakað um hundruðir brota.

„Ég ranghvolfi augunum stunudum. Fótboltaiðnaðurinn hefur ekki efni á því að benda fingrum oft á tíðum. Þið mynduð öll brosa ef þið vissuð hvað fótboltinn stendur fyrir. Ég hef mínar efasemdir þegar fólk byrjar að benda," sagði Kompany.

Kompany vann fjóra Englandsmeistaratitla á tíma sínum hjá City en það hefur verið nefnt til sögunnar að félagið gæti missti titlana.


Athugasemdir
banner
banner
banner