þri 07. febrúar 2023 08:35
Elvar Geir Magnússon
PSG vill Bernardo Silva - Man Utd vill Kane eða Osimhen
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Osimhen er á óskalista Man Utd.
Osimhen er á óskalista Man Utd.
Mynd: Getty Images
Carlos Corberan er orðaður við Leeds.
Carlos Corberan er orðaður við Leeds.
Mynd: EPA
Diogo Costa orðaður við Chelsea.
Diogo Costa orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Silva, Martial, Kane, Rice, Bellingham, Jones, Coutinho og fleiri í slúðurpakkanum. Að vanda var það BBC sem tók saman það helsta í slúðrinu.

Paris St-Germain vill fá Bernardo Silva (28) en portúgalski miðjumaðurinn er opinn fyrir því að yfirgefa Manchester City. Hann hefur lengi verið orðaður við Barcelona. (Le10 Sport)

Manchester United skoðar það að selja franska framherjann Anthony Martial (27), enska miðvörðinn Harry Maguire (29) og brasilíska bakvörðinn Alex Telles (30) í sumar. Félagið hyggst búa til pláss fyrir nýjan sóknarmann; Harry Kane (29) hjá Tottenham eða Nígeríumanninn Victor Osimhen (24) hjá Napoli. (MEN)

Tottenham mun ekki selja markakónginn Kane til keppinauta í sumar. (Times)

Manchester United þyrfti að borga 120 milljónir punda til að fá enska miðjumanninn Declan Rice (24) frá West Ham. Félagið gerði 100 milljóna punda tilboð sem var hafnað síðasta sumar. (TalkSport)

Manchester United er einnig að fylgjast með belgíska vængmanninum Yannick Carrasco (29) hjá Atletico Madrid. (AS)

Real Madrind telur að Jude Bellingham (19) muni ákveða að fara í ensku úrvalsdeildina þegar hann yfirgefur Borussia Dortmund. (Athletic)

Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni hefur sent fyrirspurn varðandi Pierre Emerick-Aubameyang (33), sóknarmann Chelsea. (Relevo)

Carlos Corberan, stjóri West Brom, er ofarlega á blaði Leeds sem leitar að stjóra eftir að Jesse Marsch var rekinn. (Guardian)

West Brom er búið undir að Leeds reyni að fá Corberan en vill fá hann til að skrifa undir nýjan samning við félagið. West Brom er í sjötta sæti Championship-deildarinnar, umspilssæti. (Football Insider)

Real Madrid goðsögnin Raul hefur útilokað að taka við Leeds en hann stýrir varaliði Real Madrid í dag. (AS)

Juventus hafnar fréttum af því að félagið sé að reyna að rifta samningi franska miðjumannsins Paul Pogba (29). Pogba hefur ekki spilað fyrir Juve vegna meiðsla síðan hann kom frá Manchester United síðasta sumar. (Fabrizio Romano)

Forráðamenn Southampton ræddu um framtíð stjórans Nathan Jones eftir 3-0 tapið gegn Brentford en ætla ekki að láta hann fara núna. (TalkSport)

Búist er við því að Jones verði áfram við stjórnvölinn hjá Southampton þegar liðið tekur á móti Úlfunum á laugardag. (90min)

Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóri Southampton, er líklegastur til að taka við þýska liðiðnu Hoffenheim eftir að félagið rak Andre Breitenreiter. (Sky Sport Þýskalandi)

Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho (30) hjá Aston Villa hefur hafnað möguleika á að fara til Galatasaray. (TeamTalk)

Chelsea hefur fylgst með portúgalska markverðinum Diogo Costa (23) hjá Porto. Chelsea mun endurskoða markvarðamál sín næsta sumar. (90min)

Ítalska félagið Inter hefur sett Tosin Adarabioyo (25), varnarmann Fulham, á lista yfir leikmenn sem gætu fyllt skarð Milan Skriniar (27) sem yfirgefur félagið í sumar þegar samningur hans rennur út. (Tuttomercatoweb)

Steve Bruce, fyrrum stjóri Newcastle, hafnaði möguleika á að taka aftur við Wigan Athletic. Félagið hafði samband við hann þegar það rak Kolo Toure á dögunum. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner