Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. mars 2021 16:46
Aksentije Milisic
Conte veit ekki hver framtíð sín er hjá Inter
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari toppliðs Inter Milan á Ítalíu, viðurkennir að hann viti ekki hvað gerist hjá sér eftir tímabilið.

Inter er í góðum málum á toppi ítölsku Serie A deildarinnar en liðið fær Atalanta í heimsókn á morgun. Conte á eitt ár eftir af samningi sínum liðið.

„Ég veit ekki hvað gerist, ég er bara að einbeita mér að þessu tímabili," sagði Ítalinn.

„Ég á eftir eitt ár af samningi mínum en við megum ekki láta aðra hluti trufla okkur. Við verðum að einbeita okkur að því að klára þetta tímabil af krafti."

„Ég veit ekki hvað gerist. Við erum í þessari stöðu núna og ég skil vel afhverju þú spyrð mig þessara spurninga. Við megum ekki láta þetta trufla okkur," sagði Conte við fréttamanninn.

Inter er með sex stiga forystu á granna sína í AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner