Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. mars 2021 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta leik lokið hjá Alexöndru og Karólínu í þýsku úrvalsdeildinni
Karólína og Alexandra þreyttu báðar frumraun sína í Þýskalandi í dag.
Karólína og Alexandra þreyttu báðar frumraun sína í Þýskalandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær efnilegar íslenskar fótboltakonur þreyttu frumraun sína í deild þeirra bestu í Þýskalandi í dag.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 25. mínútu þegar Eintracht Frankfurt tapaði 2-0 fyrir Hoffenheim. Alexandra, sem er tvítug að aldri, gekk í raðir Frankfurt frá Breiðablik í janúar síðastliðnum.

Þá spilaði hin 19 ára gamla Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sinn fyrsta leik fyrir Bayern München í deildinni. Bayern vann öruggan 5-1 sigur á Freiburg og hefur unnið alla sína leiki í deildinni til þessa. Karólína kom inn á þegar 73 mínútur voru liðnar af leiknum en Bayern er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Frankfurt er í sjöunda sæti.

Karólína Lea spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Bayern í síðustu viku er hún skoraði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn
BIIK Kazygurt frá Kasakstan.

Fyrr í dag birtist viðtal við Alexöndru á Fótbolta.net sem má lesa hérna. Karólína Lea var í viðtali hér á síðunni í síðustu viku en það viðtal má lesa hérna.

Guðný sterk í vörninni á Ítalíu og Lára kom inn á
Guðný Árnadóttir, sem er tvítug að aldri, spilaði allan leikinn í dag fyrir Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Napoli er í 11. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti, og Inter er í áttunda sæti. Guðný er í láni hjá Napoli frá AC Milan.

Lára Kristín Pedersen kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Napoli þegar tæpur klukkutími var liðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner