Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru skrímsli en eru núna dvergar
Mynd: Getty Images
Það gengur hvorki né rekur hjá Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið tapaði sínum sjötta heimaleik í röð í deildinni í dag þegar Fulham kom í heimsókn. Liverpool er í sjöunda sæti með aðeins 43 stig eftir 28 leiki.

Liverpool vann Meistaradeildina 2019 og Englandsmeistaratitilinn í fyrra. Liðið spilaði frábæran fótbolta og virtist á ákveðnum augnablikum vera óstöðvandi. Á þessu tímabili hefur ekki mikið gengið upp; leikmenn hafa meiðst, það hefur lítill taktur verið í liðinu og úrslitin hafa ekki verið góð.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool sem núna starfar fyrir Sky Sports, segir að Liverpool séu ekki lengur skrímsli heldur dvergar.

„Jurgen Klopp kallaði lið sitt 'hugarfars skrímsli' (e. mentality monsters) og það var hárrétt á þeim tíma. En akkúrat núna eru þeir 'hugarfars dvergar'. Þetta lið hefur bara ekki tekið vel á mótlætinu þessa síðustu fjóra mánuði," sagði Carragher og bætti við:

„Það er bara ekki ásættanlegt hjá Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner