Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 07. mars 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
„Þessi fyrsti leikur í keppninni gríðar­lega mikil­vægur“
Icelandair
Alfreð Finnbogason er 34 ára.
Alfreð Finnbogason er 34 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að Alfreð Finnbogason leiði sóknarlínu íslenska landsliðsins þegar undankeppnin fyrir EM fer af stað síðar í þessum mánuði.

Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir undanfarin ár en þessi 34 ára framherji er kominn á gott ról með Lyngby í Danmörku.

Sjá einnig:
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Bosníu

„Vanda­málið síðustu ár varðandi lands­liðið hefur verið mín meiðsla­saga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir lands­liðs­verk­efnin. Ég sneri aftur í lands­liðið í septem­ber á síðasta ári, það var gríðar­lega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið. Það voru margir nýir leik­menn og margt sem hafði breyst frá því síðast," segir Alfreð í viðtali við Fréttablaðið.

„Það eru bara virki­lega spennandi tímar fram undan hjá lands­liðinu, auð­vitað er mikill munur á yngstu og elstu leik­mönnum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hlutir gerist. Ég er mjög spenntur fyrir næstu lands­leikjum sem og lands­leikja­árinu framundan."

Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

„Það eru mögu­leikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undan­keppni og þetta mun ráðast á smá­at­riðum, eitt mark til eða frá í mikil­vægum leikjum getur orðið rosa­lega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrsti leikur í keppninni gríðar­lega mikil­vægur, án þess þó að ég sé að ýkja það eitt­hvað rosa­lega mikið," segir Alfreð í viðtali við Fréttablaðið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner