Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 07. apríl 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Stjarnan og KR gleðja heilbrigðisstarfsfólk
Pablo Punyed, Aron Bjarki Jósepsson og Atli SIgurjónsson leikmenn Íslandsmeistara KR komu færandi hendi í gær.
Pablo Punyed, Aron Bjarki Jósepsson og Atli SIgurjónsson leikmenn Íslandsmeistara KR komu færandi hendi í gær.
Mynd: Twitter
Kvennalið KR ákvað í síðustu viku að þakka heilbrigðisstarfsfólki í fremstu línu fyrir sitt framlag í baráttunni við kórónaveiruna.

Til að þakka starfsfólki fyrir sitt framlag mættu leikmenn KR með samlokur og djúsa frá Lemon á Landspítalann. Í kjölfarið skoraði liðið á karlalið KR og kvennalið Stjörnunnar að gera slíkt hið sama.

Kvennalið Stjörnunnar mætti með veitingar frá Serrano fyrir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi um helgina. Stjarnan skoraði í kjölfarið á kvennalið Vals og karlalið Stjörnunnar.

Karlalið KR svaraði kallinu í gær með því að gefa starfsmönnum lungnadeildar og smitsjúkdómadeildar Landspítalans hamborgaratilboð frá YUZU í gær.

Karlalið KR skorar á karlalið Vals og körfuboltalið KR að taka við boltanum.



Athugasemdir
banner