Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 07. apríl 2021 15:52
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Juventus og Napoli: Buffon í markinu
Klukkan 16:45 hefst leikur Juventus og Napoli í ítölsku A-deildinni. Þetta eru liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og mikilvæg stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti í boði.

Þessi leikur átti upphaflega að vera í október en var frestað eftir að heilbrigðisyfirvöld í Napoli bönnuðu liðinu að ferðast í leikinn vegna Covid-19.

Þá eru sögusagnir um það að Andrea Pirlo gæti misst starfið sem þjálfari Juventus ef illa fer.

Hirving Lozano, Dries Mertens og Piotr Zielinski eru allir í byrjunarliði Napoli. Þá snýr Kalidou Koulibaly aftur í liðið eftir leikbann.

Juventus er í krísu eftir tap gegn Benevento og jafntefli gegn Torino. Weston McKennie, Arthur og Paulo Dybala snúa allir í hópinn eftir að hafa brotið sóttvarnareglur en þeir byrja á bekknum.

Leonardo Bonucci og Federico Bernardeschi eru með Covid-19 og því í einangrun en Merih Demiral hefur losnað við veiruna og er á bekknum.

Gianluigi Buffon snýr aftur og er í markinu en Wojciech Szczesny hefur gert dýrkeypt mistök að undanförnu. Cristiano Ronaldo er á sínum stað.

Byrjunarlið Juventus: Buffon; Danilo, De Ligt, Chiellini, Alex Sandro; Cuadrado, Bentancur, Rabiot, Chiesa; Morata, Ronaldo

(Varamenn: Szczesny, Pinsoglio, Demiral, Frabotta, Dragusin, Di Pardo, Arthur, McKennie, Fagioli, Ramsey, Kulusevski, Dybala)

Byrjunarlið Napoli: Meret; Di Lorenzo, Rrahmani, Koulibaly, Hysaj; Fabian Ruiz, Demme; Lozano, Zielinski, L Insigne; Mertens

(Varamenn: Contini, Ospina, Bakayoko, Mario Rui, Elmas, Osimhen, Maksimovic, Politano, Petagna, Manolas, Cioffi, Lobotka)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner