Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. apríl 2021 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta skipti þrjár skiptingar í fyrri hálfleik - „Ómanneskjulegt álag"
Flick ósáttur við Löw?
Goretzka
Goretzka
Mynd: Getty Images
Í kvöld fóru þrír leikmenn meiddir af velli í fyrri hálfleik þegar Bayern Munchen og PSG mættust í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

PSG vann leikinn 2-3 á Allianz Arena í Munchen. Þeir Marquinhos, Leon Goretzka og Niklas Sule fóru meiddir af velli í fyrri hálfleiknum.

Þetta er í fyrsta skiptið í sögu útsláttarkeppninnar í Meistaradeildinni þar sem eru þrjár skiptingar í fyrri hálfleik. Þetta kom fram í Meistaradeildarmörkunum í kvöld.

Mikið álag er á leikmönnum og nú er nýbúið landsleikjahlé. Goretzka lék með þýska landsliðinu en Brasilía lék ekki og því er ekki hægt að horfa í það með Marquinhos.

„Ég hugsa að Hansi Flick [stjóri Bayern] kunni félaga sínum Joachim Löw [þýska landsliðsþjálfaranum] engar sérstakar þakkir fyrir þennan landsleikjaglugga. Ég held að tíu leikmenn hafi byrjað alla þrjá leikina hjá Þjóðverjum," sagði Jón Þór Hauksson sem var sérfræðingur í þættinum. Goretzka lék 250 mínútur af 270 með þýska liðinu.

„Þetta er ómanneskjulegt álag," sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þáttarstjórnandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner