fös 07. maí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill fá Matic og De Gea - Pellegrini til Liverpool?
Powerade
Lorenzo Pellegrini leikmaður Roma.
Lorenzo Pellegrini leikmaður Roma.
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma í leik gegn Arsenal.
Yves Bissouma í leik gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic.
Miralem Pjanic.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Pellegrini, De Gea, Aguero, Bissouma, Zidane, Benteke, Silva og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Ráðning Roma á Jose Mourinho fyrir næsta tímabil gæti þýtt að miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini (24) fari til Liverpool. Pellegrini hefur ekki gert nýjan samning og Mourinho hyggst fá inn nýja miðjumenn. (Mirror)

Mourinho hefur áhuga á að fá Nemanja Matic (32), miðjumann Manchester United og Serbíu. Þá vonast hann til að endurnýja kynni sín af markverðinum David de Gea (30). (Mirror/Todofichajes)

Barcelona hefur hafið viðræður við talsmenn Sergio Aguero (32) sem yfirgefur Manchester City á frjálsri sölu í sumar. (Sky Sports)

Arsenal er að vinna kapphlaupið um Yves Bissouma (24), miðjumann Brighton. Tottenham, West Ham og Everton hafa einnig áhuga. (Express)

Manchester City skoðar að gera tilboð í Bissouma en félagið hefur ákveðið að blanda sér ekki í baráttu um Declan Rice (22), miðjumann West Ham. (Star)

Arsenal og Everton hafa áhuga á norska miðjumanninum Sander Berge (23) hjá Sheffield United. (Sky Sports)

Eintracht Frankfurt hefur látið Manchester United vita að portúgalski sóknarmaðurinn Andre Silva (25) sé með 35 milljóna punda verðmiða í sumar. (Express)

Graham Potter (45), stjóri Brighton, myndi ekki fá að taka við Tottenham ef sóst yrði eftir því. Þetta segir Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton. (Argus)

Chelsea mun losa varnarmenn til að safna fjármagni í leikmannakaup fyrir sumarið. Spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso (30) og ítalski varnarmaðurinn Emerson Palmieri (26) fara líklega. (Goal)

Chelsea og Inter vilja fá Miralem Pjanic (31) sem hefur fengið takmrkaðan spiltíma síðan hann fór frá Juventus til Barcelona. (Sport)

Ashley Young (35), fyrrum vængmaður enska landsliðsins, segir að það yrði erfitt að hafna tilboði frá Watford ef hann gerir ekki nýjan samning við Inter. (Sky Sports)

Florian Thauvin (28), franski sóknarleikmaðurinn hjá Marseille, hefur hafnað tilboði frá Crystal Palace. Hann mun í staðinn fara til Tigres í Mexíkó. (La Provence)

Mörg félög í bandarísku MLS-deildinni hafa áhuga á Giorgio Chiellini (36), varnarmanni Juventus. (Calciomercato)

Brentford hefur verið orðað við skoska sóknarmanninn Kevin Nisbet (24) hjá Hibernian. Brentford gæti misst Ivan Toney (25) sem hefur verið orðaður við Chelsea, West Ham og fleiri félög. (Sun)

Leikmenn Real Madrid óttast að Zinedine Zidane (48) sé þreyttur og pirraður og muni yfirgefa félagið í sumar. (Goal)

Real Madrid tapaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eden Hazard (30), Marcelo (32) og Isco (29) eru ekki í framtíðaráætlunum félagsins. (Marca)

Christian Benteke (30), sóknarmaður Crystal Palace, gæti farið á frjálsri sölu til Fenerbahce í sumar. Samningur hans við Palace rennur út í sumar. (Sun)

Atletico Madrid hefur áhuga á Riqui Puig (21), miðjumanni Bacelona. (Fichajes)

Barcelona og Paris St-Germain vilja brasilíska varnarmanninn Caio Henrique (23) hjá Mónakó. (UOL)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner