Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. maí 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Thauvin frá Marseille til Mexíkó (Staðfest)
Florian Thauvin er búinn að semja við Tigres
Florian Thauvin er búinn að semja við Tigres
Mynd: EPA
Franski sóknartengiliðurinn Florian Thauvin er genginn í raðir Tigres í Mexíkó en hann kemur frá Marseille. Þetta eru nokkuð óvænt skipti en Thauvin hefur verið með betri leikmönnum frönsku deildarinnar síðustu ár.

Thauvin er 28 ára gamall og á hátt í 300 leiki fyrir Marseille og 85 mörk en samningur hans við Marseille rennur út í sumar.

Marseille bauð honum afar rausnarlegan langtímasamning en hann hafnaði honum.

Thauvin hefur nú ákveðið að ganga í raðir Tigres í Mexíkó og gerir hann fimm ára samning við félagið.

Það verða því tveir franskir leikmenn á mála hjá Tigres í sumar en Andre-Pierre Gignac spilar með liðinu og kom einmitt líka frá Marseille árið 2015 og ku það vera aðalástæðan fyrir því að Thauvin ákvað að ganga til liðs við Tigres.
Athugasemdir
banner
banner