Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 07. maí 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Thauvin frá Marseille til Mexíkó (Staðfest)
Florian Thauvin er búinn að semja við Tigres
Florian Thauvin er búinn að semja við Tigres
Mynd: EPA
Franski sóknartengiliðurinn Florian Thauvin er genginn í raðir Tigres í Mexíkó en hann kemur frá Marseille. Þetta eru nokkuð óvænt skipti en Thauvin hefur verið með betri leikmönnum frönsku deildarinnar síðustu ár.

Thauvin er 28 ára gamall og á hátt í 300 leiki fyrir Marseille og 85 mörk en samningur hans við Marseille rennur út í sumar.

Marseille bauð honum afar rausnarlegan langtímasamning en hann hafnaði honum.

Thauvin hefur nú ákveðið að ganga í raðir Tigres í Mexíkó og gerir hann fimm ára samning við félagið.

Það verða því tveir franskir leikmenn á mála hjá Tigres í sumar en Andre-Pierre Gignac spilar með liðinu og kom einmitt líka frá Marseille árið 2015 og ku það vera aðalástæðan fyrir því að Thauvin ákvað að ganga til liðs við Tigres.
Athugasemdir