Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. júní 2018 12:40
Elvar Geir Magnússon
Komið upp um mikla spillingu í fótboltanum í Gana
Icelandair
Kwesi Nyantakyi, forseti knattspyrnusambands Gana.
Kwesi Nyantakyi, forseti knattspyrnusambands Gana.
Mynd: Getty Images
Ísland og Gana mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en æðstu menn í knattspyrnusambandi Ganverja eru væntanlega ekki með hugann við þann leik.

Ný heimildarmynd hefur vakið gríðarlegt umtal en hún var forsýnd í gærkvöldi fyrir framan stjórnmálamenn í landinu og aðra valdamikla menn.

Í myndinni er gríðarleg spilling innan fótboltans í Gana afhjúpuð og með falinni myndavél sést forseti ganverska knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi, taka við mútugreiðslum og skófla peningaseðlum ofan í poka.

Í myndinni sjást fleiri háttsetttir menn innan sambandsins taka við mútum fyrir að hafa áhrifa á landsliðsval hjá þjóðinni.

Fimmtán dómarar náðust á falda myndavél taka á móti upphæðum fyrir að hagræða úrslitum í efstu deild í Gana.

Heimildarmyndin var tvö ár í vinnslu en lögreglan í Gana er þegar byrjuð að skoða spillingarmál í fótboltanum þar í landi. Fréttamaðurinn sem hefur unnið að myndinni hefur fengið líflátshótanir en segist ekki vera hræddur og ætla að halda áfram að opinbera það sukk og svínerí sem eigi sér stað.

Smelltu hér til að sjá úr myndinni


Athugasemdir
banner
banner