Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. júní 2021 11:09
Elvar Geir Magnússon
Snekkja sem Abramovich tapaði í póker er við Reykjavíkurhöfn
Le Grand Bleu snekkjan sem er núna við Reykjavíkurhöfn.
Le Grand Bleu snekkjan sem er núna við Reykjavíkurhöfn.
Mynd: Getty Images
Glæsisnekkjan Le Grand Bleu hefur vakið athygli við Reykjavíkurhöfn en rússneski olíuauðmaðurinn Eugene Shvidler á snekkjuna.

Hann vann snekkjuna þegar hann spilaði póker við Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Þeir tveir hafa stundað viðskipti saman og eru góðir félagar.



Abramovich hefur alls átt sjö glæsisnekkjur en sú nýjasta, Solaris, var tekin í notkun á dögunum. Hægt er að sjá myndband af henni hér að neðan.

Þegar Roberto Di Matteo stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni 2012 verðlaunaði Abramovich hann með því að lána honum snekkjuna sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner