Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júlí 2019 11:20
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fær Ólaf í markið (Staðfest) - Gunnleifur enn meiddur?
Ólafur Íshólm er kominn til Breiðabliks að nýju. Byrjar hann gegn HK í kvöld?
Ólafur Íshólm er kominn til Breiðabliks að nýju. Byrjar hann gegn HK í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur kallað markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson til baka úr láni frá Fram og hann er þegar kominn með leikheimild með félaginu. Hann var lánaður til Fram í vetur og spilaði með liðinu gegn Þór á Akureyri á föstudagskvöldið.

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður liðsins meiddist í baki og varð að fara af velli snemma leiks gegn KR í vikunni og hefur verið óvissa með hversu lengi hann verður frá.

Hlynur Örn Hlöðversson varmarkvörður leysti stöðu hans í leiknum gegn KR.

Breiðablik gerði svo óvænt tilboð í Anton Ara Einarsson varamarkvörð Vals í byrjun vikunnar en því tilboði var umsvifalaust hafnað.

Nú er félagið búið að kalla Ólaf Íshólm til baka úr láninu hjá Fram en hann hefur spilað alla leiki Fram í Inkasso-deildinni í sumar og staðið sig mjög vel.

Breiðablik mætir HK klukkan 19:15 í kvöld og spurning hvort Ólafur standi í marki Blika í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner