Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Brotið á Aroni Degi í fyrra marki Blika?
Aron Dagur grípur fyrirgjöf á sunnudag.
Aron Dagur grípur fyrirgjöf á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudag.

Thomas Mikkelsen skoraði bæði mörk Breiðabliks og þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoruðu mörk KA.

Einhver umræða hefur verið um hvort Thomas hafi brotið á Aroni Degi Birnusyni, markverði KA, í fyrra marki sínu.

„MARK!!! Hér á lokamínútum fyrri hálfleiks. Brynjólfur gerir afskaplega vel í að halda í boltann inn í teignum. Kemur svo boltanum á Quee sem á skot sem er bjargað á línu en Mikkelsen réttum maður á réttum stað. KA menn ekki sáttir og vilja brot á Mikklensen en hann og Aron fara báðir í boltann. Markið stendur 0-1!" skrifaði Ester Ósk Árnadóttir í textalýsingu frá leiknum.

Markið sem og leikurinn var til umræðu í nýjasta þætti Innkastsins sem og Boltans á Norðurlandi sem hlusta má á hér að neðan.

Hér beint fyrir neðan má sjá tvær myndir sem ljósmyndarinn Egill Bjarni Friðjónsson tók af atvikinu og eru myndirnar birtar með góðfúslegu leyfi hans. Þar fyrir neðan má sjá myndir frá Sævari Geir Sigurjónssyni sem tók myndir fyrir Fótbolta.net og var með annað sjónarhorn á atvikið.
Innkastið - Vanstilltir dómarar og völlur sem ræður úrslitum
Boltinn á Norðurlandi: Ísinn brotinn í 2. deild en dimmt yfir austan Akureyrar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner