Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 10:33
Magnús Már Einarsson
Ögmundur Kristinsson til Olympiakos (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grísku meistararnir í Olympiakos hafa keypt markvörðinn Ögmund Kristinsson frá Larissa.

Larissa staðfesti þetta í dag en kaupverðið hljóðar upp á 400 þúsund evrur. Larissa fær einnig tvo leikmenn frá Olympiakos í skiptum.

Ögmundur hefur leikið mjög vel með Larissa undanfarin tvö ár og frammistaða hans hefur vakið athygli. Fleiri félög hafa sýnt Ögmundi áhuga undanfarna mánuði en á endanum ákvað hann að semja við Olympiakos.

Hinn 31 árs gamli Ögmundur er uppalinn í Fram en hann hefur einnig leikið með Hammarby í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Excelsior í Hollandi.

Olympiakos hafði mikla yfirburði í grísku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en liðið endurheimti titilinn eftir að hafa síðast orðið meistari árið 2017.

Alfreð Finnbogason, félagi Ögmundar úr landsliðinu, spilaði með Olympiakos á láni fyrri hluta tímabils 2015/2016.

Hinn portúgalski Jose Sa var aðalmarkvörður Olympiakos á nýliðnu tímabili en grískir fjölmiðlar telja að hann gæti verið á förum og að því sé Ögmundur fenginn til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner