Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 12:30
Fótbolti.net
Taktíkin krafðist mismikillar ákefðar
Arnar Hallsson leikgreinir leik KR og Víkings R.
Hlaupatölur frá smarsport.is. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Hlaupatölur frá smarsport.is. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Wyscout - Stöð 2 Sport
Hlaupatölur frá smarsport.is. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Hlaupatölur frá smarsport.is. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Stöð 2 Sport - smartsport.is
Ágúst Eðvald Hlynsson og Erlingur Agnarsson, leikmenn Víkings, hlupu mest í 2-0 tapi liðsins gegn KR á laugardaginn. Þetta kemur fram í tölfræði smartsport.is/@playericeland sem birt var í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

Ágúst Eðdvald hljóp 13,18 kílómetra í leiknum en þar af voru 1456 metrar á hárri ákefð. Ágúst tók 42 spretti í leiknum. Erlingur hljóp 12,67 kílómetra, þar af 1408 metrar á hárri ákefð. Erlingur tók 43 spretti í leiknum.

Pablo Punyed, miðjumaður KR, hljóp mest allra leikmanna á hárri ákefð eða 1497 metra.

Arnar Hallsson, leikgreindi leik KR og Víkings fyrir Fótbolta.net, en hann leikgreinir leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Víkingur spilaði 3-5-2 í leiknum og Arnar segir að þegar háu hlaupatölur hjá Ágústi og Erlingi skýrist af því.

„Taktískt krafðist upplegg Víkinga mikillar vinnu af Erlingi og Ágústi þeirra hlutverk var að koma af miðjunni og setja pressu á bakverði KR. Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu fyrir liðið í gegnum allan leikinn. KR megin hafði Pablo það hlutverk að stíga upp af miðjunni og aðstoða Kristján Flóka við að loka á uppspil Víkinga," sagði Arnar.

„Þetta ber þess vel vitni að þjálfararnir þekki sína leikmenn vel og feli þeim verkefni sem þeir geta leyst fyrir liðið. Það hefði verið áhugavert að sjá hvaða hlaupatölum Júlíus Magnússon hefði skilað ef hann hefði klárað leikinn því hann var búinn að vinna gríðarlega varnarvinnu fyrir Víkinga eftir að Kári Árnason fékk rauða spjaldið þar til hann var tekinn af velli á 61 mínútu,"

Hér að neðan má sjá dæmi um hlaup leikmanna í pressu

Sjá einnig:
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum
Athugasemdir
banner
banner
banner