Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yngsti leikmaður dönsku deildarinnar eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Jeppe Kjær er 16 ára gamall og yngsti leikmaður í sögu efstu deildar í Danmörku.

Kjær leikur fyrir Horsens og hefur komið við sögu í fimm af síðustu sex deildarleikjum liðsins. Í þeim hefur hann spilað í rétt rúmlega tvær klukkustundir og lagt upp þrjú mörk.

Kjær hefur farið á reynslu til Southampton og Juventus og er eftirsóttur af liðum víðsvegar um Evrópu.

Kjær leikur á hægri kanti og getur einnig spilað sem framliggjandi miðjumaður eða sem sóknarmaður.

Hann er lykilmaður í U16 liði Danmerkur og hefur hollenska stórveldið Ajax verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir ungstirnið.

Jeppe Kjær, 16, is the youngest player in the Danish Superliga ever. He already has 3 assists in only 133 minutes of play, he's playing at the youth Danish national team and has already been training with Southampton and Juventus. He's for sale this summer. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner