Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. ágúst 2021 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Gunnhildur fagnaði Ólympíugullinu á æfingu
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hoppaði hæð sína af gleði þegar hún fékk fréttir af úrslitum úrslitaleiks Ólympíuleikanna í gær.

Kanada hafði betur gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum eftir vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni fóru fleiri vítaspyrnur forgörðum heldur en þær sem rötuðu rétta leið. Kanada leiddi eftir fyrstu umferð en eftir þrjár umferðir var Svíþjóð komið í 2-1. Bæði lið klikkuðu svo í fjórðu umferð. Caroline Seger gat tryggt Svíum gullverðlaunin en klikkaði úr fimmtu vítaspyrnunni. Deanne Rose skoraði úr fimmtu vítaspyrnu Kanada og því fór keppnin í bráðabana.

Vítaspyrna Svía fór forgörðum en Julia Grosso skoraði fyrir Kanada og tryggði liðinu sigur og Ólympíugullið.

Kærasta Gunnhildar, Erin McLeod, var í landsliðshópi Kanada á mótinu. „.ær voru að vinna sína fyrstu gullmedalíu með landsliðinu. Það er erfitt að útskýra hversu stórt þetta er fyrir Kanada og Erin á erfitt með að lýsa tilfinningunum núna. Þetta gerist ekki mikið stærra fyrir þeim," segir Gunnhildur í samtali við RÚV.

Erin og Gunnhildur spiluðu á Íslandi í fyrra; Erin með Stjörnunni og Gunnhildur með Val.

Hér að neðan má sjá myndband sem var tekið þegar Gunnhildur fékk fréttir um úrslitin, á æfingu Orlando Pride í Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner