sun 07. ágúst 2022 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Bologna hafnar tilboði Man Utd í Arnautovic - „Ég vil ekki tala um nöfn"
Marko Arnautovic
Marko Arnautovic
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Bologna hefur hafnað 7,6 milljón punda tilboði Manchester United í austurríska framherjann Marko Arnautovic, en þetta kemur fram á Sky Italia í dag.

Arnautovic er 33 ára gamall og þekkir ágætlega til í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með West Ham frá 2017 til 2019 þar sem hann gerði ágætis hluti.

Framherjinn gerði 14 mörk í ítölsku deildinni með Bologna á síðustu leiktíð og er nú sagður ofarlega á blaði hjá Erik ten Hag, stjóra United.

Sky Italia heldur því fram í dag að Bologna hafi hafnað 7,6 milljón punda tilboði United í Arnautovic.

Ten Hag hefur fengið þrjá leikmenn í þessum glugga í þeim Christian Eriksen, Lisandro Martínez og Tyrell Malacia, en hefur ekkert getað styrkt sóknarlínuna.

„Ég vil ekki tala um nöfn því ég held að við höfum verið orðaðir við 250 leikmenn á undirbúningstímabilinu, þannig er það. Við erum með tvo framherja og mögulega þriðja framherjann í Marcus Rashford," sagði Ten Hag.

„Við lítum á hann sem framherja en hann átti rosalega gott undirbúningstímabil á vinstri vængnum og í dag skapaði hann tvö góð færi í þeirri stöðu. Þannig það var rétt ákvörðun að gera þetta svona en við vorum því miður ekki með þessa týpísku níu í dag," sagði hann eftir 2-1 tap liðsins við Brighton í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner