Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 07. ágúst 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Láki hrósar Orra: Hann skilur það og veit hvað planið er
Lengjudeildin
Orri SIgurjónsson
Orri SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs á Akureyri, hrósar Orra Sigurjónssyni, leikmanni liðsins, í hástert fyrir hans hlutverk í liðinu, en hann telur það gríðarlega mikilvægt að hafa leikmenn sem skilja út á hvað verkefnið gengur.

Mikil uppbygging er að eiga sér stað hjá félaginu. Þór hefur ekki spilað í efstu deild síðan 2014 og er liðið í dag byggt á mikið af ungum og efnilegum leikmönnum úr unglingastarfi félagsins.

Orri hefur spilað með meistaraflokki félagsins síðustu tíu ár og hefur því upplifað tímanna tvenna. Hann er einn af leiðtogum liðsins og hefur gegn mikilvægri rullu í því að snúa gengi liðsins við á tímabilinu.

Þór hafði aðeins unnið þrjá leiki í fyrstu tíu leikjum deildarinnar en liðið hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og eru með 20 stig í 8. sæti.

„Það hafa ákveðnir leikmen stigið upp sem leiðtogar eins og Orri SIgurjóns. Það hefur breytt gríðarlega miku fyrir liðið," sagði Þorlákur við Fótbolta.net.

„Það er búið að gagnrýna Þórsliðið mikið undanfarið ár eftir ákveðnar týpur duttu úr úr liðinu sem allir þekkja hérna á Akureyri og leikmenn orðnir þreyttir á að hlusta á einhverjar sögur um gamla tíma."

„Það sem Orri hefur er að hann skilur hvað við erum að gera. Hann skilur að það er uppbygging í gangi sem hefur leitt til þess að við erum með 3-4 stráka í 2. flokki í byrjunarliðinu í sumar sem eru lykilmenn og hann skilur það og veit hvað planið er, sem er mjög mikilvægt. Það eru ekkert allir sem skilja það en stjórnin, þjálfarinn, en ekki allir leikmennirnir."

„Hann hefur síðustu vikur þegar gengið hefur verið að snúast við verið að hamra á þessu með okkur og það er svo mikilvægt því Þór þurfti að ganga í gegnum þessar breytingar, algjörlega nauðsynlegt,"
sagði hann ennfremur.

Orri á 149 leiki og 8 mörk í deild- og bikar með liðinu á þessum tíu árum fyrir meistaraflokk félagsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner