sun 07. ágúst 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir mjög auðvelt fyrir Ten Hag að velja ekki Ronaldo
Mynd: EPA

Manchester United mætir Brighton á Old Trafford í fyrsta leik liðsins undir stjórn Erik ten Hag í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Cristiano Ronaldo var mikið fjarverandi á undirbúningstímabilinu vegna persónlegra ástæðna. Hann spilaði aðeins fyrri hálfleikinn gegn Rayo Vallecano. Hann er ekki í byrjunarliðinu í dag.

Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United segir að það sé eðlilegt.

„Þetta var mjög auðvelt val hjá þjálfaranum, eins frábær og Ronaldo er þá hefur hann aðeins spilað 45 mínútur á undirbúningstímabilinu. Mér er alveg sama hversu vel hann sér um sig, þú þarft meira en það," sagði Keane.


Athugasemdir
banner
banner