Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 17:41
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar og Arnór Smára báðir frá í um sex vikur
Andri Rúnar meiddist í tapi gegn FH.
Andri Rúnar meiddist í tapi gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason fagnar marki.
Arnór Smárason fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú klukkan 18 hefst leikur Vestra og ÍA í Bestu deildinni. Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er ekki í leikmannahópi Vestra en meiðsli eru ástæða þess.

„Lenti illa á öxlinni í síðasta leik og verður frá í sex vikur í það minnsta. Blóðtaka fyrir heimamenn en hann var að komast aftur af stað eftir veikindi og meiðsli," skrifar Jón Ólafur Eiríksson sem textalýsir leiknum frá Ísafirði.

Andri hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni í sumar en Vestri situr í neðsta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Arnór einnig frá næstu vikurnar
Hjá Skagamönnum er fyrirliðinn Arnór Smárason ekki í hóp en hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Hann lék síðast gegn Fylki um miðjan júlímánuð.

Arnór verður líka frá í um sex vikur, eða fram yfir næsta landsleikaglugga, en hann er að glíma við kviðslit.

Arnór hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum í Bestu deildinni í sumar. Skagamenn sitja í sjötta sætinu.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner