Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 07. ágúst 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Yoro eftir aðgerðina: Ekki byrjunin sem ég óskaði mér
Yoro eftir aðgerðina.
Yoro eftir aðgerðina.
Mynd: X
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Leny Yoro, sem Manchester United keypti frá Lille á 52 milljónir punda, gekkst undir aðgerð á vinstri fæti á mánudaginn. Þessi átján ára varnarmaður meiddist í æfingaleik gegn Arsenal.

Það kom síðan í ljós að hann þyrfti aðgerð og yrði frá í þrjá mánuði.

„Þetta er ekki byrjunin sem ég óskaði mér en svona er fótboltinn. Aðgerðin heppnaðist vel. Ég þakk fyrir fjölmargar kveðjur og stuðning," skrifaði Yoro á X.

„Nú er komið að þolinmæði og endurhæfingu. Sé ykkur bráðlega aftur, sterkari."

Meðfylgjandi var mynd af Yoro í sjúkrarúminu og mynd með tilvísun í orð Jesús í Biblíunni: „Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það."

Manchester United mun á sunnudag leika gegn Manchester City í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner