Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 18:44
Arnar Helgi Magnússon
Hamren um Kolbein: Ánægður fyrir hans hönd
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn, Erik Hamren, var sáttur eftir 3-0 sigur sinna manna gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 í dag.

Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik og Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson bættu síðan við sitthvoru markinu í síðari hálfleik.

„Ég er ánægður með leikinn, stigin þrjú, við héldum hreinu, enginn fékk spjald og við sluppum við meiðsli. Þetta var virkilega gott kvöld," sagði Hamren eftir leikinn.

„Við stjórnuðum leiknum vel fannst mér og það var virkilega ánægjulegt að ná inn fyrsta markinu í fyrri hálfleik. Það lögðu sig allir fram og þetta var frábær liðsframmistaða."

Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þrjú ár þegar hann kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik.

„Kolbeinn var flottur eins og aðrir í liðinu. Ég er ánægður fyrir hans hönd að hann sé kominn til baka og sé byrjaður að spila og skora. Það sem ég tek út úr þessum leik í dag er liðs frammistaðan.

Hamren var síðan spurður út í skiptingarnar en hann segir að þær hafi ekki verið fyrir fram ákveðnar. Kolbeinn sé enn að komast í sitt besta stand og Birkir Bjarnason mátti ekki fá gult spjald, annars hefði hann verið í leikbanni gegn Albaníu á þriðjudag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá því úr leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner