Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. september 2019 19:16
Arnar Helgi Magnússon
Þjálfari Moldóva ánægður með sína menn: Vorum vel undirbúnir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Semen Altman, þjálfari Moldóva, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 3-0 tap gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur en við vissum hvaða liði við vorum að fara að mæta. Við undirbjuggum okkur vel og vissu hvernig Ísland myndi spila," sagði Altman.

„Íslenska liðið byggir sinn leik á löngum sóknum og þeir gerðu það í dag."

Hann segir að sínir menn hafi reynt allt og er hann ánægður með það.

„Þeir héldu áfram, mættu tilbúnir og gerðu sitt besta. Þetta eru nýjir leikmenn og margir ungir. Þetta er góð reynsla fyrir okkur," sagði Altman.

Moldóva mætir Tyrkjum heima á þriðjudagskvöld. Á sama tíma leikur Ísland gegn Albaníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner