PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 07. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Flamengo í viðræðum við Martial
Mynd: EPA
Brasilíska félagið Flamengo er í viðræðum við franska sóknarmanninn Anthony Martial en þetta segir ítalski fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Mörg félög eru á eftir Martial sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar.

Á dögunum kom fram að gríska félagið AEK Aþena væri búið að bjóða Martial stærsta samning í sögu félagsins, en talið er ólíklegt að hann samþykki það boð.

Romano segir þá Flamengo í viðræðum við Martial. Það hefur verið að færast í aukana að félög í Suður-Ameríku séu að sækja leikmenn frá Evrópu.

Botafogo fékk franska leikmanninn Mohamed El Arouch frá Lyon á þessu ári, Norður-Írinn Jamal Lewis fór á lán til Sao Paulo, Dimitri Payet er hjá Vasco Da Gama og þá er Memphis Depay á leið til Corinthians.

Félög í Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig áhuga á Martial, en samkvæmt mörgum miðlum hefur hann þó mestan áhuga á að spila í toppdeildunum í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner