PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 07. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu stórbrotna stoðsendingu Tonali
Mynd: Getty Images
Sandro Tonali, leikmaður Newcastle United og ítalska landsliðsins, snéri aftur á völlinn með landsliðinu í 3-1 sigrinum á Frakklandi í gær og minnti hann rækilega á sig með stórbrotinni stoðsendingu.

Tonali er búinn að taka út tíu mánaða bann fyrir ólögleg veðmál og hefur engu gleymt.

Ítalir voru 1-0 undir í leiknum þegar Tonali bauð upp á töfra til að búa til jöfnunarmarkið.

Hann fékk fastan bolta fyrir utan teiginn, tók hann viðstöðulaust með hælnum og aftur fyrir vörn Frakka á Federico Dimarco sem kom á fleygiferð og hamraði honum í netið.

Hægt er að sjá þessa glæsilegu stoðsendingu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner