mán 07. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Íslenskir dómarar á faraldsfæti
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir íslenskir dómarar verð að störfum erlendis í þessari viku. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir á miðvikudaginn leik Liechtenstein og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í U21 karla.

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir
Sigurðarson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Þorvaldur Árnason og Oddur Helgi Guðmundsson dæma í undankeppni EM hjá U19 karla. Riðillinn fer fram 9.-15. október í Gyor, Ungverjalandi. Í riðlinum eru Ungverjaland, Króatía, Georgía og Kasakstan.

Einar Ingi Jóhannsson og Þórður Arnar Árnason dæma leik Fremad Amager og HB Koge í Danmörku.

Liðin leika í næst efstu deild Danmerkur og fer leikurinn fram á föstudag og er þetta liður í norrænu samstarfi dómara.
Athugasemdir
banner
banner
banner