mið 07. október 2020 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - KR þarf sigur í Árbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í kvennaboltanum í dag en báðar viðureignirnar hefjast klukkan 19:15 í kvöld.

Stærri leikurinn er viðureign Fylkis og KR í Pepsi-Max deild kvenna þar sem KR þarf á öllum stigunum að halda.

Fylkir situr þægilega í fjórða sætinu þessa stundina með 21 stig en KR er á botninum með aðeins tíu stig eftir 14 leiki.

Flest lið eru þó búin að spila 16 leiki til þessa og á KR enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

KR er þessa stundina sjö stigum frá öruggu sæti en ÍBV situr í 8. sætinu með 17 stig. FH er sæti neðar með 16.

Í hinum leiknum eigast við ÍR og Álftanes í 2. deild kvenna þar sem liðið í fjórða sæti, Álftanes, og botnlið, ÍR, mætast í síðustu umferð deildarinnar.

Miðvikudagur, 7. október:

Pepsi Max-deild kvenna:
Fylkir - KR (Wurth völlurinn)

2. deild kvenna:
ÍR - Álftanes (Hertz völlurinn)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner