fim 07. nóvember 2019 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodrigo Gomes Mateo til KA (Staðfest)
Rodrigo Gomes Mateo.
Rodrigo Gomes Mateo.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rodrigo Gomes Mateo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA.

Rodrigo, sem er þrítugur miðjumaður frá Spáni, kemur til KA frá Grindavík þar sem hann hefur verið undanfarin fimm ár.

Hann spilaði undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar, núverandi þjálfara KA, hjá Grindavík. Hann spilaði einnig undir hans stjórn hjá Sindra 2014 og þekkjast þeir því vel.

Samningur Rodrigo við Grindavík rann út á dögunum og hefur hann lengi verið orðaður við KA.

Spænski miðjumaðurinn Iosu Villar verður ekki áfram hjá KA og ákvað því Akureyrarfélagið að fara í viðræður við Rodrigo.

„Rodrigo er varnarsinnaður miðjumaður og ætlumst við í KA til mikils af honum. Hann þekkir íslenska boltann gríðarlega vel eftir tíma sinn með Grindavík og ætti því að smella vel inn í hópinn. Við bjóðum Rodrigo velkominn í KA," segir í tilkynningu frá KA sem hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner