Andy Robertson er opinn fyrir því að skrifa undir samning við Celtic áður en samningur hans við Liverpool rennur út.
Robertson er með samning við Liverpool sem gildir til næsta sumars.
Robertson er með samning við Liverpool sem gildir til næsta sumars.
Hann má byrja að ræða við önnur félög um áramótin og getur þá skrifað undir samning hjá öðru félagi ef hann vill.
Samkvæmt TeamTalk er Celtic með augastað á Robertson og lítur á hann sem fullkominn leiðtoga og fyrirmynd fyrir yngri leikmenn félagsins.
Robertson, sem er 31 árs, er fyrirliði skoska landsliðsins. Hann hefur leikið með Liverpool frá 2017 og unnið allt sem hægt er að vinna.
Hann ólst upp hjá Celtic en hefur aldrei spilað fyrir aðallið félagsins. Það gæti breyst næsta sumar.
Athugasemdir



