Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 07. nóvember 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nablinn spáir í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Andri hérna með Arnari Grétarssyni.
Andri hérna með Arnari Grétarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær United að klára Tottenham?
Nær United að klára Tottenham?
Mynd: EPA
Haaland hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.
Haaland hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.
Mynd: EPA
Björn Bragi Arnarsson var fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nablinn, Andri Már Eggertsson, ætlar að gera betur þegar hann spáir í elleftu umferðina sem er um helgina.

Nablinn er einn skemmtilegasti sjónvarpsmaður landsins en hann fer á kostum í Bannað að hlægja á Sýn þessa dagana.

Tottenham 0 - 2 Man Utd (12:30 á morgun)
Ég er búinn að fá mig fullsaddan af því að vinna ekki Tottenham í síðustu sjö leikjum. Nú er komið að því að snúa vörn í sókn og Manchester United vinnur 0-2 sigur þar sem Cunha og Bruno Fernandes skora.

Everton 2 - 3 Fulham (15:00 á morgun)
Það eru aðeins tveir leikir í þessum frábæra glugga klukkan 15:00 á laugardögum. Við fáum því markaleik og þetta endar í 2 - 3 dramatík þar sem Raul Jiménez gerir sigurmarkið.

West Ham 3 - 3 Burnley (15:00 á morgun)
Það verður markaregn í DocZone á laugardaginn og þessi leikur endar 3-3. West Ham kemst 3-1 yfir en Anthony svarar með tveimur mörkum og bjargar stigi fyrir Burnley.

Sunderland 1 - 1 Arsenal (17:30 á morgun)
Það er eitthvað sem segir mér að þessi leikur endi með jafntefli. Sunderland kemst yfir með marki frá Granit Xhaka sem mun ekki fagna gegn sínum gömlu félögum. Saka mun síðan bjarga stigi fyrir Arsenal þegar lítið verður eftir af leiknum.

Chelsea 3 - 0 Wolves (20:00 á morgun)
Wolves er búið að reka Vitor Pereira og ég er mikil talsmaður new manager bounce en Chelsea mun rúlla yfir þennan leik 3-0.

Aston Villa 2 - 1 Bournemouth (14:00 á sunnudag)
John McGinn var að framlengja við Villa og mun skora í 2-1 sigri heimamanna.

Brentford 1 - 3 Newcastle (14:00 á sunnudag)
Veggspil Newcastle með Woltemade í fararbroddi hefur eðlilega hrifið marga. Newcastle mun vinna 1 - 3 sigur þar sem Woltemade og Anthony Gordon munu skora í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik mun Elanga koma inn á og skora.

Crystal Palace 0 - 1 Brighton (14:00 á sunnudag)
Thomas Tuchel ertu að horfa er sungið um Danny Welbeck þessa dagana. Welbeck mun gera sigurmarkið í 0-1 sigri.

Nottingham Forest 1 - 1 Leeds (14:00 á sunnudag)
Þetta endar í 1-1 jafntefli þar sem Morgan Gibbs-White kemur heimamönnum yfir en Sean Longstaff jafnar fyrir Leeds.

Man City 3 - 2 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Þetta verður rosalegur leikur. Ég ætla skella mér Etihad og fá þennan 3-2 sigur Manchester City beint í æð. Allt mun benda til þess að þetta muni enda í jafntefli en Erling Haaland mun gera sigurmarkið.

Fyrri spámenn:
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner