Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Þorlák Breka Baxter frá Stjörnunni
Þorlákur Breki Baxter.
Þorlákur Breki Baxter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Þorlákur Breki Baxter á óskalista bæði ÍBV og Þórs og eru bæði þessi félög að reyna að sækja hann frá Stjörnunni.

Breki spilaði með ÍBV á láni í sumar og lék þar vel inn á miðsvæðinu hjá Eyjamönnum.

Þessi tvítugi leikmaður er uppalinn hjá Hetti en fór í Selfoss 2021 og hefur verið á mála hjá Stjörnunni frá 2024. Hann var hjá ítalska félaginu Lecce á milli 2023 og 2024 en sneri svo heim til Íslands og samdi við Stjörnuna.

Hann var á láni hjá Selfossi í 2. deild í fyrra en tók stökkið upp í Bestu deildina með ÍBV í sumar og spilaði vel.

ÍBV vill halda Breka í sínum röðum og þá hafa nýliðar Þórs einnig áhuga á að krækja þennan efnilega leikmann, en það er spurning hvort Stjarnan sé tilbúin að leyfa honum að fara.
Athugasemdir
banner
banner