Tölvuleikurinn Football Manager 26 er kominn út og á hann að vera flottari en nokkru sinni fyrr. Leikurinn kom ekki út í fyrra en snýr aftur núna.
Í leiknum setur spilarinn sig í spor stjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.
Í leiknum setur spilarinn sig í spor stjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.
Vefsíðan FM Scout hefur gefið út út lista yfir „undrabörnin (e. wonderkids)" í leiknum. Það eru leikmenn sem eru afar efnilegir og geta orðið mjög góðir þegar líður á.
Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er á meðal efnilegustu sóknarmanna leiksins. Hann fær 83 í einkunn sem ætti að gera honum kleift að vera á meðal bestu sóknarmanna í heiminum þegar líða tekur á leikinn.
Það gleymist að Orri er bara 21 árs gamall en hann er á mála hjá Real Sociedad á Spáni. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli að undanförnu.
Þrjár landsliðskonur á meðal þeirra efnilegustu
Í ár er líka kvennaboltinn í leiknum í fyrstu sinn og þar komast þrjár landsliðskonur á listann yfir efnilegustu leikmennina. Það eru Fanney Inga Birkisdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Katla Tryggvadóttir.
Sædís er þriðji efnilegasti vinstri bakvörðurinn í öllum leiknum en hún fær 82 í einkunn. Fanney fær 78 og Katla fær 76.
Hægt er að skoða listann yfir efnilegustu karlana með því að smella hérna og efnilegustu konurnar með því að smella hérna.
Athugasemdir




