Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 07. nóvember 2025 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir Íslendingar á meðal efnilegustu leikmannana
Kvenaboltinn
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tölvuleikurinn Football Manager 26 er kominn út og á hann að vera flottari en nokkru sinni fyrr. Leikurinn kom ekki út í fyrra en snýr aftur núna.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor stjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Vefsíðan FM Scout hefur gefið út út lista yfir „undrabörnin (e. wonderkids)" í leiknum. Það eru leikmenn sem eru afar efnilegir og geta orðið mjög góðir þegar líður á.

Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er á meðal efnilegustu sóknarmanna leiksins. Hann fær 83 í einkunn sem ætti að gera honum kleift að vera á meðal bestu sóknarmanna í heiminum þegar líða tekur á leikinn.

Það gleymist að Orri er bara 21 árs gamall en hann er á mála hjá Real Sociedad á Spáni. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli að undanförnu.

Þrjár landsliðskonur á meðal þeirra efnilegustu
Í ár er líka kvennaboltinn í leiknum í fyrstu sinn og þar komast þrjár landsliðskonur á listann yfir efnilegustu leikmennina. Það eru Fanney Inga Birkisdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Katla Tryggvadóttir.

Sædís er þriðji efnilegasti vinstri bakvörðurinn í öllum leiknum en hún fær 82 í einkunn. Fanney fær 78 og Katla fær 76.

Hægt er að skoða listann yfir efnilegustu karlana með því að smella hérna og efnilegustu konurnar með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner