Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum um síðustu helgi með félagsliði sínu Blackburn í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Leicester.
Andri er lykilmaður íslenska landsliðsins en landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson var afar ánægður með frammistöður framherjans með Blackburn er hann var spurður út í Andra á dögunum.
„Já, ég er ánægður með hann, ekki bara með mörkin heldur hversu vel hann er búinn að spila. Að horfa á þessa leiki með honum, maður sér 'swagger' í honum, með breiðar axlir og hann hefur verið virkilega góður.“
Andri gekk til liðs við Blackburn fyrir tímabilið frá belgíska félaginu Gent. Hann hefur nú skorað þrjú mörk fyrir liðið í níu leikjum í ensku Championship deildinni.
„Það hefur tekið hann virkilega stuttan tíma í að finna sína fjöl með nýju félagsliði í mjög sterkri deild. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann,“ sagði Arnar að lokum.




