Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. desember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fer ekki í leiki til að reyna meiða einhverja þótt ég spili fast"
Bað Guðmund afsökunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, fékk rautt spjald gegn ÍA í æfingaleik á laugardag. Haukur fór í Guðmund Tyrfingsson og fékk í kjölfarið rauða spjaldið.

ÍA vann leikinn 4-2 sem eru frekar óvænt úrslit ef mið er tekið af síðasta tímabili þar sem ÍA endaði í 9. sæti og Valur í því 5.

Sjá einnig:
Sjáðu það helsta úr sigri ÍA á Val - Á ekki að sjást í æfingaleikjum

Fótbolti.net ræddi við Hauk í dag og spurði hann út í málið.

„Ég bað Guðmund afsökunar, þetta kannski lítur illa út á þessu myndbandi en það var alls enginn ásetningur að meiða hann eða neitt svoleiðis. Ég var ætlaði bara að reyna blokka fyrirgjöfina, var of seinn og enda á honum. Ég vissi strax að þetta var seinna gula, fór strax til hans og bað hann afsökunar," sagði Haukur.

„Enginn ásetningur eða neitt slíkt, þetta er bara æfingaleikur í desember. Ég talaði líka við Jóa Kalla þannig það voru engin illindi enda spila ég ekki þannig. Ég fer ekki í fótboltaleiki til að reyna meiða einhverja þótt ég spili fast. Mér fannst ég eiga þetta skilið og vissi að þetta væri seinna gula en ég ætlaði bara að reyna blokka fyrirgjöfina."

4-2 á móti ÍA í desember, er það eitthvað til að hafa áhyggjur af?

„Nei, ekkert til að hafa áhyggjur af. Við þurfum bara að vinna í okkar og gera hlutina betur. Það er desember og við erum að æfa vel og mikið. Við erum kannski þungir á okkur núna og þetta er ekkert sem við höfum neinar áhyggjur af," sagði Haukur.


Athugasemdir
banner
banner
banner