Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. desember 2021 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Leipzig lagði Man City - Messi og Mbappe skoruðu
Dominik Szoboszlai skoraði fyrir Leipzig.
Dominik Szoboszlai skoraði fyrir Leipzig.
Mynd: Getty Images
Tvenna hjá Messi.
Tvenna hjá Messi.
Mynd: EPA
A-riðill Meistaradeildarinnar var að klárast. Það var í raun allt klappað og klárt fyrir lokaumferðina, nema það hvaða lið myndi enda í þriðja sætinu.

Svo fór að RB Leipzig tók þriðja sætið í riðlinum eftir frábæran sigur gegn Manchester City á heimavelli. Dominik Szoboszlai sá til þess að Leipzig var í forystu í fyrri hálfleik og á 71. mínútu skoraði Andre Silva annað mark Leipzig.

Riyad Mahrez minnkaði muninn og kom City aftur inn í leikinn, en stuttu eftir það fékk Kyle Walker að líta rauða spjaldið. Ellefu leikmenn Leipzig náðu að landa sigrinum og þriðja sætinu í leiðinni.

Paris Saint-Germain vann á sama tíma 4-1 sigur gegn Club Brugge. Kylian Mbappe og Lionel Messi skoruðu mörkin fyrir PSG, sem endar í öðru sæti á eftir City.

Það eru sex leikir að hefjast núna klukkan 20:00.

Paris Saint Germain 4 - 1 Club Brugge
1-0 Kylian Mbappe ('2 )
2-0 Kylian Mbappe ('7 )
3-0 Lionel Andres Messi ('38 )
3-1 Mats Rits ('68 )
4-1 Lionel Andres Messi ('76 , víti)

RB Leipzig 2 - 1 Manchester City
1-0 Dominik Szoboszlai ('24 )
2-0 Andre Silva ('71 )
2-1 Riyad Mahrez ('76 )
Rautt spjald: Kyle Walker, Manchester City ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner